top of page
Search

Nýtt myndband - Lorenzo snýr aftur

  • Arnór Elís Kristjánsson
  • Aug 9, 2015
  • 1 min read

Tökur eru búnar og klipping hafin á myndbandi sem ber nafnið L'ascesa di Lorenzo.

Myndbandið fer fram á ítölsku líkt og titill þess gefur til kynna. Enska heiti myndbandsins væri: "The Rise of Lorenzo" og ætti fólk sem hefur séð myndbandið Ítalskt kaffi að þekkja nafnið Lorenzo. Hann er ítalskur mafíósi sem á erfitt uppdráttar.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Lorenzo ræða við skósveina sína um mjög mikilvægt verkefni.

Myndbandið verður textað, þannig ekki þarf að hafa áhyggjur ef áhorfendur skilja ekki ítölsku. Hægt verður að velja texta bæði á ensku og íslensku.

L'ascesa di Lorenzo gerist á undan Ítalskt kaffi. Handritið skrifaði Knútur H. Ólafsson. Auk þess að skrifa, stjórnaði hann upptöku og leikstýrði í leiðinni. Með leik fara Heimir S. Sveinsson, Arnór E. Kristjánsson og Matthías H. Ólafsson.

(Eftirfarandi texta var bætt við 14. ágúst 2015): Myndbandið er nú komið undir 'Leikið efni' og er hægt að nálgast myndbandið hér.

 
 
 

Recent Posts

See All
Taktu áhættu og komdu um borð

Takk fyrir komuna. Farið er frítt. Við munum skutla þér á næstu stoppistöð sem öruggast. Reyndu bara að njóta ferðarinnar. #text

 
 
 
Aðferðir í vinnu

Hafið þið einhverntíman vellt því fyrir ykkur hver vinnu aðferðin okkar er. Endilega kíkið á myndbandið fyrir neðan. Við þrír erum...

 
 
 
Allskonar ýmislegt
Nýleg Virkni
Leita eftir orðum
Við erum hér:
  • Facebook Classic
  • Twitter Classic
  • Google Classic

© Copyright 2015 by Flying Bus! Proudly created with Wix.com

bottom of page